ÞJÁLFARINN
Gerum þetta saman, gerum þetta af krafti!

BALDUR ARNARSSON
BFA Þjálfari
Ég er fjölskyldumaður í Hafnarfirðinum sem fann hvað hreyfing og mataræði skipti miklu máli þegar ég borðaði yfir mig og endaði 182kg. Stór spurning frá 3 ára stelpunni minni breytti öllu þegar hún ýtti í bumbuna á mér og sagði „Pabbi afhverju ertu með svona stóra bumbu“ með svip sem ég mun aldrei gleyma.
Þetta var árið 2023 og ákvað ég þá og þegar að breyta um stefnu og einbeita mér að því að losa mig við bumbuna og gera betur fyrir börnin mín. Núna er ég 60kg léttari og bráðum tveimur börnum ríkari.
Ég hef alla tíð verið að æfa með mismunandi áherslum. Fótbolti, hnefaleikar, Crossfit, olympískar-og kraftlyftingar.
Hef prófað allan skalann af mataræðum og nálgunum í mataræði ásamt því að læra frá bestu þjálfurum í bransanum í dag. Þjálfun fyrir mér felur í sér að hætta aldrei að læra og kenna þeim sem kunna minna eða eru komnir styttra í sinni vegferð. Byrjaði að þjálfa vegna þess að ég vill kenna öðrum hvað er hægt með því að uppfæra lífstílinn.



Venjubreytingin er lykilinn af því að losna úr yoyo-diet og átaks hugsunum. Ég legg mikið upp úr því að aðstoða með venjubreytingar varðandi næringu, æfingar og svefn sem eru grunnstoðir í öllum lífstílsbreytingum. Þetta er oftast ekki flókið en ekki auðvelt heldur. Leyfðu mér að vísa þér veginn og uppfærum lifstílinn þinn saman!


