top of page
  • Facebook
  • Instagram

HVERNIG VIRKAR ÞJÁLFUN

Gerum þetta saman, gerum þetta af krafti!

STATUS_VS2.png

Hvernig fer þjálfunin fram?
Við byrjum á því að þú setur niður markmið með tímalínu. Svo göngum við frá skráningu og byrjunarspurningalista.

Þú færð afhend plön frá mér sem eru byggð á þínum svörum úr byrjunarspurningalistanum. Ég útskýri þau í LOOM myndbandi þar sem ég fer yfir skipulagið og hvernig þú nýtir appið best


Hvað þarf að hafa?

Skrefateljara (úr, hring eða band) Til að fylgjast með hreyfingu og grunnbrennslu yfir daginn utan æfinga - Málband Við mælum ummál líkamans til að fylgjast með framförum - Vigt Fyrir bæði matvæli og þig.

ATH: Stundum verða breytingar sýnilegar í ummálum og myndum en ekki endilega á vigtinni.
Það getur verið mjög hvetjandi að sjá breytingar á líkamsformi, svo reglulegar og nákvæmar skráningar hjálpa þér að fylgjast vel með stöðunni.

Daglegt stöðumat - (Daily check in) Opnað í appinu með því að ýta á dagssetninguna.

Skráningin felur í sér:
Fastandi líkamsþyngd – að morgni
Svefn - Fylgjast með sleep score á tækjum eða huglægu mati og lengd svefns
Líðan – Hvernig er dagsformið
Svengd - Annað eftir þínum markmiðum
Hér liggur oft venjubreyting sem stuðlar að langtíma árangri


Vikulegt stöðumat – (Weekly check in)
Þú fyllir út spurningalista sem tekur saman vikuna þína – bæði það gekk vel og það sem má bæta. Ég svara með LOOM myndbandi og geri breytingar ef þarf.


Þú berð ábyrgð á að skila vikulega á réttum tíma.
Fyrir kl 11:00 til að fá svar samdægurs, ég kem ekki til með að ganga á eftir þér að skila.


Hvað á að gera til að hámarka árangur:
1.  Fylgja prógramminu og vera hreinskilin/n í svörum
2. Taka stöðumat alvarlega og gefa sér tíma í það - Þetta eru gögnin sem ég nota til að þjálfa þig. 3. Senda spurningar um leið og þær koma upp eða með stöðumati
4. Vanda skráningu á myndum og mælingum – Reyna að gera alltaf eins.


Matarplan og næringarskráning – Nutrition Log
Þú færð matarplan inn í appið - Skráðu allt sem þú borðar daglega og merktu daginn „complete day“ Með reglulegri skráningu getum við betur greint hvaða matur virkar vel fyrir þig og jafnvel hvað gæti haft neikvæð áhrif á líðan, svefn eða árangur


Æfingaskráning – Training Log:
Við skráum þyngdir og reps í appið fyrir hverja æfingu.

cover4.png

ÞITT MARKMIÐ

Markmiðin eru:

1. Auka reps eða þyngd á milli vikna
2. Minnka undirbúningstíma með því að vita nákvæmlega hvað á að gera
3. Halda æfingum markvissum og sjá styrkinn aukast
4. Skrá hvíldartíma (hægt að nota klukku inn í appinu)


Nokkur atriði sem skipta máli:
1. Ef þú nærð efri mörkum reps, þá er kominn tími til að auka þyngd. Dæmi: ef planið segir 8-12 reps og þú nærð 13 með góðu formi – Bæta þá við þyngd

2. Þú hættir ekki í 12 reps – Þú hættir þegar þú getur ekki annað með góðu formi

3. Dagsform hefur áhrif – Við stefnum þó alltaf á framfarir Ef eitthvað er óljóst þá er ég hér til að hjálpa þér. Gerum þetta saman og gerum þetta af krafti!

bottom of page