S k i l m á l a r

EFTIRFARANDI SKILMÁLAR GILDA UM HEIMSÓKN ÞÍNA Á VEFSÍÐUNA OG VIÐSKIPTUM SEM ÞÚ KANNT AÐ GERA UM VEFSÍÐUNA, NÚ EÐA SÍÐAR.
BFA Fjarþjálfun ehf
Kt: 520924 0270
Réttur til að hætta við pantanir
Bfa-fit.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. bfa-fit.is áskilur sér rétt til að segja upp áskrift (án endurgreiðslu) ef samband milli kúnna og þjálfara er ekki að ganga.
Einstaklingsaðgangur
Óheimilt er að deila áskrift með öðrum sem hefur ekki greitt fyrir aðgang að tiltekinni þjónustu. Þú kaupir aðgang fyrir þig eina/einan.
Greiðsluskylda kaupanda
Kaupandi sem skráir sig í mánaðarlega áskrift hjá bfa-fit.is skuldbindur sig til að greiða mánaðarlega (á 30 daga fresti) fyrir þjálfun & aðgang að appinu.
Endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur ekki rétt á endurgreiðslu eftir að búið er að greiða áskriftargjald enda er alltaf greitt fyrirfram fyrir verðmæti sem kaupandi fær. Endurgreiðsluréttur stofnast ekki ef þáttakandi hefur ekki nýtt sér þjónustuna sem keypt var.
Uppsögn á áskrift
Kaupandi getur ekki sagt upp áskrift að þjónustu bfa-fit.is nema vegna óviðráðanlegra aðstæðna og þarf þá að hafa samband.
Verð
Verð geta breyst án fyrirvara. Ef áskriftargjald (mánaðarlegar áskriftir) breytist mun
bfa-fit.is senda viðskiptavinum sínum tilkynningu þar um og taka verðbreytingar þá gildi frá og með næstu mánaðarmótum.
Eigin ábyrgð
Mikilvægt að hafa í huga að kaupandi ber ábyrgð á framkvæmd og niðurstöðu af þjónustu frá bfa-fit.is. Kaupandi ber ábyrgð á eigin heilsu og verður að treysta sér til að framkvæma æfingar eða til að nýta aðra þjónustu sem hann fær hjá bfa-fit.is. Ef um meiðsli eða önnur veikindi er að ræða hvetjum við iðkanda til að ráðfæra sig við sérfræðing áður en keypt er þjónustu hjá bfa-fit.is.
Með kaupum á vöru eða þjónustu hjá bfa-fit.is staðfestir kaupandi að hann beri þessa ábyrgð (eigin áhættu).
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur bfa-fit.is. á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.
Breytingar
Bfa-fit.is áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum sínum. Breytingarnar taka gildi þegar uppfærðir skilmálar hafa verið birtir hér á heimasíðunni.


